top of page
People inside one of the historic site caves at Caves of Hella in Iceland.

HELLARNIR VIР
HELLU

Upplifðu dularfulla undirheima Suðurlands

KOMDU MEÐ Í FERÐ

Ævintýraheimur Hellanna við Hellu er einstakur. Heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.

Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðri sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.

Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.

  • Leiðsögn alla laugardaga kl.14:00 á íslensku

  • Leiðsögn á ensku alla daga kl. 09:00, 12:00, 14:00 og 16:00

  • Sérbókanir fyrir fjölmenna hópa og Lúxusferðir

  • Eingöngu er hægt að skoða hellana í fylgd starfsmanna Hellanna við Hellu

Aðgangseyrir fyrir klukkutíma leiðsögn um hellana:

  • Fullorðnir kr. 4.900

  • Börn 6-15 ára kr. 2190

  • Frítt fyrir börn 5 ára og yngri

  • Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 11.990

Bókaðu

 

hellaferðina hér


*ATH að ferðir á íslensku eru í boði

á laugardögum kl.14:00

Book now
bottom of page