top of page

BRÚÐKAUP Í HELLUNUM

Hellarnir við Hellu eru heillandi og rómantískur staður til að játast ástinni sinni. Hellarnir skapa óviðjafnanlegan bakgrunn fyrir athöfnina þar sem saga og rómantík fléttast saman í flöktandi birtu kertaljósa. Hellarnir eru elstu uppistandandi hýbýli á Íslandi, en þar má finna veggristur, fangamörk, krossmerki og jafnvel rúnir. Fegurð og dulúð hellanna skapa leyndardómsfullt andrúmsloft sem mun sannarlega gera brúðkaupsdaginn ógleymanlegan.

​

Hér að neðan má finna upplýsingar um fyrirtæki sem við mælum heilshugar með til skipulagningar á stóra deginum.

Wes Jerdon 190.jpg
Ingibjörg Friðriksdóttir _inki.music Cave Wedding  (23).jpg
IMG_4278.JPG
Wedding (548 of 578).jpg
Cave Wedding Shannon & Tyler _Danny Gorman photography (31).jpg

Pink Iceland

Það væri okkur heiður að vera partur af stóra deginum ykkar. Við vitum af reynslu að það getur verið stórt verkefni að skipuleggja brúðkaup. Þó við vildum gjarnan aðstoða ykkur með öll smáatriði, er okkar aðaláhersla að kynna undrin sem Hellar í Hellu hafa upp á að bjóða og veita einstaka þjónustu og upplifun. Því viljum við benda ykkur á Pink Iceland fyrir alla ykkar brúðkaupsþarfir. Við höfum unnið með teyminu þeirra við fjölmörg brúðkaup og viðburði og mælum heilshugar með þjónustu þeirra, sem er vinaleg, sanngjörn og afar fagmannleg. Þau sjá um allt sem þarf fyrir lagalega giftingu, finna og bóka rétta vígslumanninn, ljósmyndara, blómaskreytingar, afþreyingu, samgöngur og allt annað sem þarf til að gera brúðkaupið ykkar fullkomið. Auk þess þekkja þau Hellana í Hellu út og inn og vita hvernig best er að nýta rýmið sem við bjóðum upp á.

Hotel Rangá

Á Hótel Rangá mætast ævintýri og lúxus sem skapa hina fullkomnu umgjörð fyrir stóra daginn þinn. Hótel Rangá er umvafið stórbrotnu landslagi Suðurlands og býður upp á töfrandi umhverfi fyrir ógleymanlegt brúðkaup - aðeins í 10 mínútna akstri frá Hellunum. Með aðstoð brúðkaupsskipuleggjanda Hótel Rangá og sérhæfðs teymis munu þau kappkosta við að gera draumabrúðkaupið þitt að veruleika. Hjá Hótel Rangá færðu persónuleg þjónustu og nákvæmni, þannig að hver einasti þáttur í brúðkaupinu þínu sé fullkomlega útfærður. Fyrir utan að vera lúxusdvalarstaður er Hótel Rangá fjölskyldurekið hótel og stoltur meðlimur í Small Luxury Hotels of the World.

Ægissíða 4, 851 Hella

 Sími: 620-6100

  • googlePlaces
  • facebook

©2024 by Caves of Hella. Proudly created with Wix.com

Kt: 700819-1320

 VSK: 136489

Skilmálar

bottom of page