Uppgröftur í Hrútshelli
Við höldum áfram að uppgötva nýja spennandi hluti í hellunum. Við uppgröft Hrútshellis hefur komið í ljós fallega hellulagt gólf í helmingi hellisins sem og fremst í honum (hellulögð gólf er ekki að finna í öðrum hellum á Ægissíðu). Einnig eru sérstakar hleðslur fyrir miðju hellisins og vinstra megin við þær móbersgólf innst, líklega hola fyrir miðju og hellulagt gólf fremst.
Við erum enn að grafast fyrir um þetta. Allt verkið er unnið með Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands og Minjastofnum. Við tökum fagnandi öllum tilgátum um hleðslurnar.
Gestir okkar geta núna kíkt ofan í hellinn og séð hluta hleðslunnar og gólfsins.
Við höldum áfram að uppgötva nýja spennandi hluti í hellunum. Við uppgröft Hrútshellis hefur komið í ljós fallega hellulagt gólf í helmingi hellisins (hægra megin á fyrstu myndinni) sem og fremst í honum (hellulögð gólf er ekki að finna í öðrum hellum hjá okkur). Einnig eru sérstakar hleðslur fyrir miðju hellisins og vinstra megin við þær móbersgólf innst, líklega hola fyrir miðju og hellulagt gólf fremst.
Við erum enn að grafast fyrir um þetta. Allt verkið er unnið með Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands og Minjastofnum. Við tökum fagnandi öllum tilgátum um hleðslurnar.
Gestir okkar geta núna kíkt ofan í hellinn og séð hluta hleðslunnar og gólfsins.
Myndir frá uppgreftrinum
Munu bandarískir vísindamenn
leysa ráðgátuna um hellana?
Hópur bandarískra vísindamanna vinnur nú að aldursgreiningu hellana og rannsakar hugsanlegt hlutverk þeirra í landnámi Íslands. Rannsakaður eru ristur í hellisveggjunum sem og setlög í hellunum. Notuð er nýstárleg aðferð við greiningu þeirra fjölmörgu og ólíku rista sem finna má í hellunum sem ekki hefur verið notuð áður hér á landi.
Rannsóknarteymið er undir stjórn Laura Haynes prófessors í jarðefnafræði og Elizabeth Lastra prófessor í listasögu miðalda við háskólann Vassar College í New York fylki í Bandaríkjunum.
Hellarnir við Hellu hafa löngum vakið upp spurningar sagnfræðinga, fornleifafræðinga og jarðfræðinga og hafa margir velt fyrir sér upphafi þeirra og tilgangi. Árið 2017 birti Árni Freyr Magnússon sagnfræðingur ritgerð þar sem fjallað er um þær aðferðir sem hægt er að nýta til að finna út aldur hellanna. Niðurstöður rannsókna Árna Freys voru að hægt væri að aldursgreina hellana með fjórum megin aðferðum. Kanna megi ritheimildir um þá, rannsaka áletranir og ristur á veggjum þeirra, aldursgreina mannvistarlög út frá gjósku og að lokum væri hægt að skoða gripi sem fundist hafa í einum af hellunum.
„Aðferð bandarísku sérfræðinganna er mjög áhugaverð. Hún miðar að því að rannsaka risturnar á veggjunum. Þegar ég var að rannsaka þetta fyrir fimm árum gerði ég mér enga grein fyrir að svona stutt væri í að erlendir sérfræðingar hæfu rannsóknir með jafn fullkominni tækni og raun ber vitni. Þetta er tækni sem íslenskir fræðimenn hafa almennt ekki aðgang að. Það er auk þess gaman að sjá að bandarískir sérfræðingar á sviði listasögu og jarðfræði skuli velja Hellana við Hellu til rannsókna.“, segir Árni Freyr.
Rannsóknarteymið notast við Reflectance Transformation Imaging (RTI) aðferð ásamt X-ray Fluorescence greiningu. RTI aðferðin er notuð til að rannskaka ristur á hellisveggjunum. Myndavél er stillt upp í hellunum og ljósi stýrt úr mörgum mismunandi áttum að ristunum og þær myndaðar í mikilli upplausn. Með þessu er hægt með mikilli nákvæmni að kortlegga risturnar á veggjunum, útlit þeirra og gerð. Í kjölfarið verður til hárnákvæmt þrívíddarkort sem sýnir hellaveggina.
Því næst er notuð X-ray Fluorescence greining. Með þessari aðferð er steinryk sem finna má á veggjum hellanna greint en steinrykið safnast á veggina með vatni sem síast hefur í gegnum bergið allt frá upphafi. Þetta steinryk sem sums staðar er staðsett ofan á ristum getur gefið mikilvægar vísbendingar um aldur ristanna og þar með hellanna, ásamt því að segja til um gróður og tíðarfar á mismunandi tímum í sögu hellanna. Samsetning þessara steinefna getur gefið okkur mikilvæga vísbendingu um tímabilið þegar hellarnir voru grafnir út og teknir í notkun.
Rannsóknarteymið mun einnig rannsaka setlögin í hellunum og tengsl þeirra við myndun Íslands í víðara samhengi. Með ítarlegri greiningu á setlögunum vonast sérfræðingarnir til að geta sagt með enn meiri nákvæmni til um upphaf hellanna.
Árni Freyr segist bíða spenntur eftir niðurstöðum rannsóknarinnar. Það sé ekkert launungamál að aldursgreiningar á manngerðum hellum hafa reynst íslenskum fræðimönnum erfiðar í gegnum tíðina en með bættri tækni sé hugsanlega hægt að færast nær sannleikanum um upphaf þessara merku mannvirkja.