SJÁÐU MYNDIR FRÁ HELLUNUM VIÐ HELLU
Hér fyrir neðan getur þú skoðað nokkrar myndir frá Hellunum við Hellu. Þessir dularfullu hellar eru manngerðir og eru taldir vera elstu fornleifar sem enn standa á Íslandi.
Mikill leyndardómur umlykur hellana og enginn veit með vissu hvenær þeir voru byggðir eða af hverjum. Hellarnir eru fornir og margir telja að hellarnir hafi verið byggðir af keltneskum landnemum fyrir komu norrænna manna til Íslands. Þessir sögulegu hellar bera mörg undur eins og t.d. myndir og tákn sem grafin eru í veggi, herbergi og útskorin sæti svo fátt eitt sé nefnt.
Skoðaðu Hellana við Hellu
Hellarnir við Hellu bjóða upp á leiðsögn um dularfulla manngerða hella sem staðsettir eru á Ægissíðu við Hellu. Hellarnir eru dularfullir og sögulegir. Í heimsókn þinni í hellana lærir þú um hulin leyndarmál þeirra og ósagðar sögur sem hingað til hafa farið hljótt.
Hægt er að bóka leiðsögn á Undirheimar Suðurlands síðunni okkar.
Við bjóðum einnig upp á einka lúxusferðir og sérstakar ferðir fyrir sérstök tækifæri eins og óvissuferðir, skólahópa, brúðkaup o.þ.h.
Ef þú ert að leita að gjöf er gjafabréf í Hellana við Hellu frábær kostur. Þú getur lesið meira um gjafabréfin okkar og keypt gjafabréf með því að fara á gjafabréfa síðuna okkar.