top of page
MYNDIR FRÁ HELLUNUM VIÐ HELLU
Hér fyrir neðan getur þú skoðað nokkrar myndir frá Hellunum við Hellu. Þessir dularfullu hellar eru manngerðir og eru taldir vera elstu fornleifar sem enn standa á Íslandi.
Mikill leyndardómur umlykur hellana og enginn veit með vissu hvenær þeir voru byggðir eða af hverjum. Hellarnir eru fornir og margir telja að hellarnir hafi verið byggðir af keltneskum landnemum fyrir komu norrænna manna til Íslands. Þessir sögulegu hellar bera mörg undur eins og t.d. myndir og tákn sem grafin eru í veggi, herbergi og útskorin sæti svo fátt eitt sé nefnt.
bottom of page