top of page

NJÓTTU HELLANNA VIÐ HELLU Í LÚXUSFERÐ
 

Í persónulegri hellaferð er boðið upp á frábæra leið til að skoða leyndardómsfullu Hellana við Hellu. Innifalið í lúxusferðinni er einkaleiðsögn fyrir þinn hóp ásamt því sem við setjum upp veislu fyrir skynfærin þegar við bjóðum ykkur að smakka viskí, gin og mjöð ásamt reyktum og gröfnum gæsabringum inni í einum hellinum.   Lúxusferð í Hellana við Hellu er einstök upplifum, tilvalin fyrir starfsmanna- og vinahópa.

 

Í ferðinni færðu einkaleiðsögn um þrjá dularfulla og sögulega hella og skyggnst er inn í tvo aðra. Einnig gefst tækifæri til að smakka íslenskt viskí frá Flóka en byggið sem notað er í viskíið er ræktað í nágrenni hellanna. Flóka viskí er fyrsta og eina viskíið sem framleitt er að öllu leyti á Íslandi. Við bjóðum upp á ginið VOR frá sama brugghúsi og höfum nú einnig tekið upp samstarf við Öldur,brugghús á Hellu en þeir eru þeir einu sem framleiða Mjöð á Íslandi.  Gæsabringurnar koma frá kjötvinnslunni Villt og alið á Hellu.
Grænkerakostir eru útvegaðir sé þeirra óskað og er þá greitt fyrir það sérstaklega.

Panta lúxusferð

Hægt er að panta lúxusferð í bókunarvélinni hér að neðan eða með því að hafa samband við okkur með tölvupósti á info@cavesofhella.is eða í síma 620 6100.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í einni af reglubundnu ferðunum okkar skaltu fara á síðuna bóka ferð. Við bjóðum auk þess upp á sérferðir fyrir sérstök tækifæri og hópaferðir.

image00005.jpeg

Ægissíða 4, 851 Hella

 Sími: 620-6100

  • googlePlaces
  • facebook

©2024 by Caves of Hella. Proudly created with Wix.com

Kt: 700819-1320

 VSK: 136489

Skilmálar

bottom of page