top of page

NJÓTTU HELLANNA VIÐ HELLU Í LÚXUSFERÐ
 

Í persónulegri hellaferð er boðið upp á frábæra leið til að skoða leyndardómsfullu Hellana við Hellu. Innifalið í lúxusferðinni er einkaleiðsögn, viskísmökkun, bjórsmökkun og ljúffengar kræsingar úr héraði. Lúxusferð í Hellana við Hellu er t.d. tilvalin fyrir starfsmanna- og vinahópa.

 

Í ferðinni færðu einkaleiðsögn um þrjá dularfulla og sögulega hella og skyggnst er inn í tvo. Einnig gefst tækifæri til að smakka íslenskt viskí frá Flóka en byggið sem notað er í viskíið er ræktað í nágrenni hellanna. Flóka viskí er fyrsta og eina viskíið sem framleitt er að öllu leyti á Íslandi. Einnig er boðið upp á bjórsmakk frá brugghúsinu Ölverk í Hveragerði. Að auki er boðið upp á góðgæti úr héraði. Grænkerakostir eru útvegaðir sé þeirra óskað og er þá greitt fyrir það sérstaklega.

Panta lúxusferð

Hægt er að panta lúxusferð í bókunarvélinni hér að neðan eða með því að hafa samband við okkur með tölvupósti á info@cavesofhella.is eða í síma 620 6100.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í einni af reglubundnu ferðunum okkar skaltu fara á síðuna bóka ferð. Við bjóðum auk þess upp á sérferðir fyrir sérstök tækifæri og hópaferðir.

image00005.jpeg

Ægissíða 4, 851 Hella

 Sími: 620-6100

  • googlePlaces
  • facebook

©2024 by Caves of Hella. Proudly created with Wix.com

Kt: 700819-1320

 VSK: 136489

Skilmálar

bottom of page