top of page
DSC_3748 1.jpg

FERÐIRNAR, MIÐAR
OG STAÐSETNING

Ferðirnar 

Hellarnir við Hellu bjóða upp á spennandi hellaferðir með leiðsögn um fimm dularfulla manngerða hella. Hellarnir eru fyrir margt sögulegir og er saga þeirra umvafin dulúð. Í ferðunum gefst þér tækifæri á að læra um spennandi sögu hellanna og uppgötva þau leyndarmál sem þeir geyma.

 

Leiðsögnin byrjar í móttökunni við þjóðveg 1 og tekur rúman klukkutíma.

  • Leiðsögn á íslensku fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl.14:00                                   

  • Leiðsögn á ensku alla daga kl.10:00, 12:00, 14:00 og 16:00.

Aðgangseyrir:

  • Fullorðnir 5.900 kr

  • Börn 6 -15 ára 2.490 kr

  • Frítt fyrir börn yngri en 6 ára

  • Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 13.470

 

Gott að mæta 15 mín fyrir leiðsagnartíma.

Ef þú hefur áhuga á lúxusferð, sérferð eða hópferð, endilega sendu okkur fyrirspurn á info@cavesofhella.is 

eða hringdu í síma 620 6100.
LúxLú

Staðsetning

Hellarnir við Hellu eru frábærlega staðsettir við hringveginn. Móttakan er við þjóðveginn hjá bænum Ægissíðu rétt fyrir utan Hellu á Suðurlandi.

Ef þið hafið ekki bókað miða fyrirfram er hægt að koma við í móttökunni og kaupa miða í næstu ferð. Mjög hentugt að taka smá pásu á bílferðinni og teygja úr sér í hellaferð í Hellunum við Hellu.

Þú getur séð staðsetninguna á kortinu hér fyrir neðan.

bottom of page