
HÓPAR OG SÉRSTÖK TILEFNI
Sérferðir
​
Hellarnir við Hellu bjóða upp á frábæran vettvang fyrir sérstök tilefni inni í dularfullum og sögulegum hellum.
​
Októberhátíð í Hellunum
Í þessar​i sérferð færðu að upplifa þýskar og írskar hefðir í hellaferð um leyndardómsfullu Hellana við Hellu. Innifalið er leiðsögn, bjórsmökkun frá brugghúsinu Álfi í Þykkvabæ og saltkringlur að hætti Októberfest í Þýskalandi.
​
Hellarnir er einnig tilvalinn vettvangur fyrir ýmsa viðburði:​​​​
-
Brúðkaup
-
Árshátíðarferðir
-
Óvissuferðir
-
Ættarmót
-
Tónleikar
-
Skáldakvöld
-
Draugasögukvöld
-
Jónsmessuhátíð
-
Rannsóknaleiðangur barna
-
Jólaævintýri
​​
Hægt að aðlaga lengd leiðsagnar að hverjum og einum hóp.
​
Hópferðir
​
Hægt er að bóka hefðbundna leiðsögn fyrir fjölmenna hópa. Verð fyrir hópferðir er breytilegt og fer eftir aðstæðum eins og fjölda þátttakenda, tíma, o.s.frv.
​​
Ef þið hafið áhuga á sérferðum eða hópferðum með okkur, endilega hafið samband á info@cavesofhella.is eða í síma 620 6100
​
Hægt er að bóka miða í reglubundna ferð með leiðsögn á bóka ferð. Athugið að alltaf eru farnar ferðir á íslensku kl.14 á laugardögum.