Skilmálar

Greiðsluskilmálar

 

Öll verð á vefsíðu okkar eru í íslenskum krónum. Þú getur annað hvort greitt og bókað á netinu eða borgað á staðnum áður en ferðin hefst í móttöku okkar. Vinsamlega hafðu í huga að ef þú vilt greiða á staðnum getur þú tryggt þér sæti í ferðinni með því að senda tölvupóst á info@cavesofhella.is. Við munum reyna að svara öllum eins fljótt og auðið er.

 

Afpöntun

 

Allar afpantanir verða að vera skriflegar með því að senda tölvupóst á info@cavesofhella.is. Fyrir reglubundnar ferðir er 100% afbókunargjald gjaldfært ef bókun er afbókuð með minna en sólarhrings fyrirvara eða ef þáttakandi mætir ekki í ferðina. Fyrir sérstaka leiðsögn eða sérstaka viðburði eru afbókunarskilmálar breytilegir og er hægt að semja um þá eftir aðstæðum.

Aflýsing vegna veðurs eða annara ófyrirsjánlegra atburða: Ef ferðin þín fellur niður vegna veðurs eða annarra ófyrirsjánlegra  aðstæðna færðu alltaf fulla endurgreiðslu. 

 

Annað

 

Það er mikilvægt að gestir mæti í móttökuna 15 mínútum áður en áætlað er að ferðin hefjist.

Hellarnir á Hellu geta ekki talist ábyrgir fyrir, tjóni, slysum, meiðslum, veikindum eða dauðsföllum í ferðinni þinni. Ekki er tekin ábyrgð vegna útgjalda sem geta orðið vegna tafa, breytinga á flugi eða annarrar þjónustu eða vegna veðurs, verkfalla, vanrækslu, stríðs, náttúrulegra atvika, breytinga á áætlunum eða annarra sambærilegra orsaka.

Við ráðleggjum öllum ferðamönnum að kaupa alhliða ferðatryggingu til að lágmarka mögulegt tap vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna á ferðalagi þeirra. Hellarnir á Hellu bjóða ekki upp á neinar ferðatryggingar, svo vinsamlega hafðu samband við tryggingarfélagið þitt.

Hellarnir á Hellur áskilja sér rétt til þess að breyta ferðum og ferðaáætlunum vegna veðurs eða færða á vegum án fyrirvara. Hægt er að breyta eða aflýsa öllum áætlunum hvenær sem er meðan á ferð stendur til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða kvartanir, vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@cavesofhella.is og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

Persónuupplýsingar

Hellarnir á Hellu mega aðeins safna og leggja á minnið persónulegar upplýsingar um þig ef þær eru afhentar af fúsum og frjálsum vilja. Upplýsingar úr samskiptum við viðskiptavini (td spjalli, skilaboðum o.s.frv.) og úr allri annarri starfsemi, svo sem en ekki takmörkuðum við: að fylla út eyðublöð, núverandi og söguleg bókunarstarfsemi, leitir og beiðnir o.s.frv., gæti verið safnað í þeim eina tilgangi að bæta þjónustu okkar gagnvart okkar viðskiptavinum. Greiðslur eru meðhöndlaðar af utanaðkomandi fagstofnun. Við söfnum engum upplýsingum í þessum efnum.

Lögsaga

Þessir skilmálar falla undir íslensk lög. Ef einhver hluti þessara skilmála er úrskurðaður ógildur, ólöglegur eða óaðgengilegur, grefur það á engan hátt undan gildi, lögmæti eða framkvæmni annarra ákvæða í skilmálunum. Rísi ágreiningur í tengslum við þessa skilmála skal málið tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.