
UPPLÝSINGAR UM HELLANA VIÐ HELLU
Ferðirnar okkar
Hellarnir við Hellu bjóða upp á spennandi hellaferðir með leiðsögn um fjóra dularfulla manngerða hella. Hellarnir eru fyrir margt sögulegir og er saga þeirra umvafin dulúð. Í ferðunum gefst þér tækifæri á að læra um spennandi sögu hellanna og uppgötva þau leyndarmál sem þeir geyma.
Leiðsögnin byrjar í móttökunni við þjóðveg 1 og tekur rúman klukkutíma.
Vetraropnun 2022-2023
-
Leiðsögn á íslensku á laugardögum kl. 14:00
-
Leiðsögn á ensku alla daga kl.12:00 og 14:00 (nema laugardaga).
Aðgangseyrir:
-
Fullorðnir 4900 kr
-
Börn 6 -15 ára 2190 kr
-
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára
-
Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 11.990
Þið getið bókað ykkar pláss í hellaferð með okkur á bóka ferð. Gott að mæta 15 mín fyrir leiðsagnartíma.
Ef þú hefur áhuga á lúxusferð, sérferð eða hópferð, endilega sendu okkur fyrirspurn á info@cavesofhella.is eða hringdu í síma 620 6100.
Staðsetning
Hellarnir við Hellu eru frábærlega staðsettir við hringveginn. Móttakan er við þjóðveginn hjá bænum Ægissíðu rétt fyrir utan Hellu á Suðurlandi.
Ef þið hafið ekki bókað miða fyrirfram er hægt að koma við í móttökunni og kaupa miða í næstu ferð. Mjög hentugt að taka smá pásu á bílferðinni og teygja úr sér í hellaferð í Hellunum við Hellu.
Þú getur séð staðsetninguna á kortinu hér fyrir neðan.