top of page

Search Results

20 items found for ""

  • Research | Caves of Hella | Iceland

    Uppgröftur í Hrútshelli Við höldum áfram að uppgötva nýja spennandi hluti í hellunum. Við uppgröft Hrútshellis hefur komið í ljós fallega hellulagt gólf í helmingi hellisins sem og fremst í honum (hellulögð gólf er ekki að finna í öðrum hellum á Ægissíðu). Einnig eru sérstakar hleðslur fyrir miðju hellisins og vinstra megin við þær móbersgólf innst, líklega hola fyrir miðju og hellulagt gólf fremst. ​ Við erum enn að grafast fyrir um þetta. Allt verkið er unnið með Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands og Minjastofnum. Við tökum fagnandi öllum tilgátum um hleðslurnar. ​ Gestir okkar geta núna kíkt ofan í hellinn og séð hluta hleðslunnar og gólfsins. ​ Við höldum áfram að uppgötva nýja spennandi hluti í hellunum. Við uppgröft Hrútshellis hefur komið í ljós fallega hellulagt gólf í helmingi hellisins (hægra megin á fyrstu myndinni) sem og fremst í honum (hellulögð gólf er ekki að finna í öðrum hellum hjá okkur). Einnig eru sérstakar hleðslur fyrir miðju hellisins og vinstra megin við þær móbersgólf innst, líklega hola fyrir miðju og hellulagt gólf fremst. ​ Við erum enn að grafast fyrir um þetta. Allt verkið er unnið með Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands og Minjastofnum. Við tökum fagnandi öllum tilgátum um hleðslurnar. ​ Gestir okkar geta núna kíkt ofan í hellinn og séð hluta hleðslunnar og gólfsins. Myndir frá uppgreftrinum Munu bandarískir vísindamenn leysa ráðgátuna um hellana? Hópur bandarískra vísindamanna vinnur nú að aldursgreiningu hellana og rannsakar hugsanlegt hlutverk þeirra í landnámi Íslands. Rannsakaður eru ristur í hellisveggjunum sem og setlög í hellunum. Notuð er nýstárleg aðferð við greiningu þeirra fjölmörgu og ólíku rista sem finna má í hellunum sem ekki hefur verið notuð áður hér á landi. Rannsóknarteymið er undir stjórn Laura Haynes prófessors í jarðefnafræði og Elizabeth Lastra prófessor í listasögu miðalda við háskólann Vassar College í New York fylki í Bandaríkjunum. Hellarnir við Hellu hafa löngum vakið upp spurningar sagnfræðinga, fornleifafræðinga og jarðfræðinga og hafa margir velt fyrir sér upphafi þeirra og tilgangi. Árið 2017 birti Árni Freyr Magnússon sagnfræðingur ritgerð þar sem fjallað er um þær aðferðir sem hægt er að nýta til að finna út aldur hellanna. Niðurstöður rannsókna Árna Freys voru að hægt væri að aldursgreina hellana með fjórum megin aðferðum. Kanna megi ritheimildir um þá, rannsaka áletranir og ristur á veggjum þeirra, aldursgreina mannvistarlög út frá gjósku og að lokum væri hægt að skoða gripi sem fundist hafa í einum af hellunum. „Aðferð bandarísku sérfræðinganna er mjög áhugaverð. Hún miðar að því að rannsaka risturnar á veggjunum. Þegar ég var að rannsaka þetta fyrir fimm árum gerði ég mér enga grein fyrir að svona stutt væri í að erlendir sérfræðingar hæfu rannsóknir með jafn fullkominni tækni og raun ber vitni. Þetta er tækni sem íslenskir fræðimenn hafa almennt ekki aðgang að. Það er auk þess gaman að sjá að bandarískir sérfræðingar á sviði listasögu og jarðfræði skuli velja Hellana við Hellu til rannsókna.“, segir Árni Freyr. Rannsóknarteymið notast við Reflectance Transformation Imaging (RTI) aðferð ásamt X-ray Fluorescence greiningu. RTI aðferðin er notuð til að rannskaka ristur á hellisveggjunum. Myndavél er stillt upp í hellunum og ljósi stýrt úr mörgum mismunandi áttum að ristunum og þær myndaðar í mikilli upplausn. Með þessu er hægt með mikilli nákvæmni að kortlegga risturnar á veggjunum, útlit þeirra og gerð. Í kjölfarið verður til hárnákvæmt þrívíddarkort sem sýnir hellaveggina. Því næst er notuð X-ray Fluorescence greining. Með þessari aðferð er steinryk sem finna má á veggjum hellanna greint en steinrykið safnast á veggina með vatni sem síast hefur í gegnum bergið allt frá upphafi. Þetta steinryk sem sums staðar er staðsett ofan á ristum getur gefið mikilvægar vísbendingar um aldur ristanna og þar með hellanna, ásamt því að segja til um gróður og tíðarfar á mismunandi tímum í sögu hellanna. Samsetning þessara steinefna getur gefið okkur mikilvæga vísbendingu um tímabilið þegar hellarnir voru grafnir út og teknir í notkun. Rannsóknarteymið mun einnig rannsaka setlögin í hellunum og tengsl þeirra við myndun Íslands í víðara samhengi. Með ítarlegri greiningu á setlögunum vonast sérfræðingarnir til að geta sagt með enn meiri nákvæmni til um upphaf hellanna. Árni Freyr segist bíða spenntur eftir niðurstöðum rannsóknarinnar. Það sé ekkert launungamál að aldursgreiningar á manngerðum hellum hafa reynst íslenskum fræðimönnum erfiðar í gegnum tíðina en með bættri tækni sé hugsanlega hægt að færast nær sannleikanum um upphaf þessara merku mannvirkja.

  • The Heritage | Caves of Hella | Iceland

    ARFLEIÐ HELLANNA VIÐ HELLU Hellarnir á Hellu eru á jörðinni Ægissíðu og eru með þekktustu manngerðu hellum á Íslandi. Fjölskyldan okkar hefur séð um hellana í nærri 200 ár og 2019 opnuðum við fjóra af tólf hellum fyrir almenningi. Í júlí 2024 hófst uppgröftur í fimmta hellinum og er nú hægt að skyggnast inn í hann. Meginmarkmiðið er að varðveita hellana og segja sögu þeirra, söguna sem forfeður okkar sögðu okkur af leyndardómum hellanna og landnáminu fyrir landnám. ​ Hellarnir eru elstu uppistandandi hýbýli á Íslandi. Þeir eru höggnir af mönnum en enginn veit hvenær. Sumir telja að þeir hafi verið gerðir af Keltum fyrir landnám norrænna manna á níundu öld. Hellarnir eru því hjúpaðir dulúð og í mörgum þeirra má finna veggristur, fangamörk, ártöl, krossmörk, búmerki og jafnvel rúnir. ​ Í gegnum aldirnar hafa hellarnir t.d. verið notaðir fyrir húsdýr og til að geyma hey og matvæli. Skipulag hellanna er margs konar og í þeim má t.d. sjá forskála, strompa, brunna, berghöld, hillur og stalla. Hellarnir endast misvel og hefur styrkleiki bergsins, lag og þykkt þaks og veggja auk frágangs við strompa og dyr mikið um það að segja. Vel gerðir hellar með réttum frágangi geta staðið í aldir. ​ Hellarnir eru friðlýstir og ganga verður um þá af virðingu. Með því að vera með skipulagða leiðsögn um hellana eru bundnar vonir við að hægt verði að gera upp fleiri hella, bjarga fornum minjum og auka aðgengi að elstu mannvirkjum sem enn standa á Íslandi. ​ Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellana í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og sýna ykkur duldan ævintýraheim Suðurlands Book now 1/1 "Umhorfs minnir þar um margt á sviðsmynd í Indiana Jones eða The Lord Of The Rings kvikmyndunum og er sjón sannarlega sögu ríkari." ​ Júlía Margrét Einarsdóttir, menningarráðunautur RÚV, 2019. More reviews

  • The Heritage | Caves of Hella

    ARFLEIÐ HELLANNA VIÐ HELLU Hellarnir á Hellu eru á jörðinni Ægissíðu og eru með þekktustu manngerðu hellum á Íslandi. Fjölskyldan okkar hefur séð um hellana í nærri 200 ár og 2019 opnuðum við fjóra af tólf hellum fyrir almenningi. Í júlí 2024 hófst uppgröftur í fimmta hellinum og er nú hægt að skyggnast inn í hann. Meginmarkmiðið er að varðveita hellana og segja sögu þeirra, söguna sem forfeður okkar sögðu okkur af leyndardómum hellanna og landnáminu fyrir landnám. ​ Hellarnir eru elstu uppistandandi hýbýli á Íslandi. Þeir eru höggnir af mönnum en enginn veit hvenær. Sumir telja að þeir hafi verið gerðir af Keltum fyrir landnám norrænna manna á níundu öld. Hellarnir eru því hjúpaðir dulúð og í mörgum þeirra má finna veggristur, fangamörk, ártöl, krossmörk, búmerki og jafnvel rúnir. ​ Í gegnum aldirnar hafa hellarnir t.d. verið notaðir fyrir húsdýr og til að geyma hey og matvæli. Skipulag hellanna er margs konar og í þeim má t.d. sjá forskála, strompa, brunna, berghöld, hillur og stalla. Hellarnir endast misvel og hefur styrkleiki bergsins, lag og þykkt þaks og veggja auk frágangs við strompa og dyr mikið um það að segja. Vel gerðir hellar með réttum frágangi geta staðið í aldir. ​ Hellarnir eru friðlýstir og ganga verður um þá af virðingu. Með því að vera með skipulagða leiðsögn um hellana eru bundnar vonir við að hægt verði að gera upp fleiri hella, bjarga fornum minjum og auka aðgengi að elstu mannvirkjum sem enn standa á Íslandi. ​ Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellana í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og sýna ykkur duldan ævintýraheim Suðurlands

  • Historical caves | Caves of Hella | South Iceland

    HELLARNIR VIÐ HELLU Upplifðu dularfulla undirheima Suðurlands Bókaðu núna Kaupa gjafabréf KOMDU MEÐ Í FERÐ Ævintýraheimur Hellanna við Hellu er einstakur. Heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​ ​ Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðri sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. ​ Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu. Við förum inn í þrjá þeirra og skyggnumst inn í tvo. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.​​ ​​ Leiðsögn á ensku alla daga kl. 10:00, 12:00, 14:00 og 16:00. Ferðir á íslensku fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl.14:00 Sérbókanir fyrir fjölmenna hópa og Lúxusferðir (íslensk eða ensk leiðsögn í boði). Eingöngu er hægt að skoða hellana í fylgd starfsmanna Hellanna við Hellu. ​ Aðgangseyrir fyrir klukkutíma leiðsögn um hellana: Fullorðnir kr. 5900 Börn 6-15 ára kr. 2490 Frítt fyrir börn 5 ára og yngri Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 13.470 ​ ​ The latest Google Reviews Book now Bókaðu ferðina hér Allar ferðir á ensku. Ferðir á íslensku alla laugardaga í ágúst kl. 14:00. Kaupa gjafabréf

  • Opening Hours | Caves of Hella

    UPPLÝSINGAR UM HELLANA VIÐ HELLU Ferðirnar okkar ​ ​ Hellarnir við Hellu bjóða upp á spennandi hellaferðir með leiðsögn um fimm dularfulla manngerða hella. Hellarnir eru fyrir margt sögulegir og er saga þeirra umvafin dulúð. Í ferðunum gefst þér tækifæri á að læra um spennandi sögu hellanna og uppgötva þau leyndarmál sem þeir geyma. Leiðsögnin byrjar í móttökunni við þjóðveg 1 og tekur rúman klukkutíma. ​ ​ Leiðsögn á íslensku fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl.14:00 Leiðsögn á ensku alla daga kl.10:00, 12:00, 14:00 og 16:00. ​ ​ Aðgangseyrir: Fullorðnir 5900 kr Börn 6 -15 ára 2490 kr Frítt fyrir börn yngri en 6 ára Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 13.470 Þið getið bókað ykkar pláss í hellaferð með okkur á bóka ferð . Gott að mæta 15 mín fyrir leiðsagnartíma. ​

  • Bóka ferð | Caves of Hella

    UNDIRHEIMAR SUÐURLANDS Um ferðina ​ Hellarnir við Hellu bjóða upp á leiðsagnir um undirheima Suðurlands. Þar munt þú kanna manngerða og dularfulla hella sem eru fyrir margt sögulegir. Hellarnir eru taldir vera elstu fornleifar á Íslandi sem enn standa og hafa þeir nú verið opnaðar fyrir gestum. Sumir telja að hellarnir séu gerðir fyrir landnám norrænna manna á Íslandi. Við förum inní þrjá hella og skyggnumst inní tvo. Hellarnir við Hellu eru staðsettir á mjög heppilegum stað við hringveginn, á bænum Ægissíðu við Hellu. Bókaðu hellaferð núna og upplifðu áhugaverða sögu undirheima Suðurlands. ​ Hvað er innifalið? ​ ​ Aðgangur og leiðsögn um Hellana við Hellu. Leiðsögnin tekur rúma klukkustund. ​ Vinsamlegast athugið ​ Mæting 15 mín fyrir áætlaðan leiðsagnartíma. Við skoðum hellana og umhverfi þeirra, vinsamlega verið því tilbúin í stuttan göngutúr milli hellanna og að klæða ykkur eftir veðri. Það er svalt í hellunum og því er gott að vera í þykkri peysu eða léttri úlpu. Ekki gleyma myndavélinni eða símanum! Almenningssamgöngur eru í nágrenninu þar sem strætóstoppistöð er á Hellu. Ferðir með íslenskri leiðsögn eru aðeins í boði fyrsta laugardag hvers mánaðar yfir vetrartímann en svo aukum við framboð á ferðum á íslensku yfir sumarmánuði. Í sérferðum velur hópurinn hvort hann vilji leiðsögn á íslensku eða ensku. ​ ​ Afpöntunarstefna ​ Hægt er að afpanta án kostnaðar allt að sólarhring fyrir bókaða leiðsögn en eftir það er ekki endurgreitt. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum okkar. Bókaðu hér Kaupa gjafabréf Anchor 1

  • Opening Hours | Caves of Hella

    UPPLÝSINGAR UM HELLANA VIÐ HELLU Ferðirnar okkar ​ ​ Hellarnir við Hellu bjóða upp á spennandi hellaferðir með leiðsögn um fimm dularfulla manngerða hella. Hellarnir eru fyrir margt sögulegir og er saga þeirra umvafin dulúð. Í ferðunum gefst þér tækifæri á að læra um spennandi sögu hellanna og uppgötva þau leyndarmál sem þeir geyma. Leiðsögnin byrjar í móttökunni við þjóðveg 1 og tekur rúman klukkutíma. ​ ​ Leiðsögn á íslensku fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl.14:00 Leiðsögn á ensku alla daga kl.10:00, 12:00, 14:00 og 16:00. ​ ​ Aðgangseyrir: Fullorðnir 5900 kr Börn 6 -15 ára 2490 kr Frítt fyrir börn yngri en 6 ára Fjölskyldutilboð, 2 fullorðnir og 2 börn (6-15 ára): kr. 13.470 Þið getið bókað ykkar pláss í hellaferð með okkur á bóka ferð . Gott að mæta 15 mín fyrir leiðsagnartíma. ​ Ef þú hefur áhuga á lúxusferð , sérferð eða hópferð , endilega sendu okkur fyrirspurn á info@cavesofhella.is eða hringdu í síma 620 6100. Lúxusferðir er hægt að bóka hér á síðunni undir flipanum "Lúxusferðir". LúxLú Bókaðu núna Staðsetning ​ Hellarnir við Hellu eru frábærlega staðsettir við hringveginn. Móttakan er við þjóðveginn hjá bænum Ægissíðu rétt fyrir utan Hellu á Suðurlandi. Ef þið hafið ekki bókað miða fyrirfram er hægt að koma við í móttökunni og kaupa miða í næstu ferð. Mjög hentugt að taka smá pásu á bílferðinni og teygja úr sér í hellaferð í Hellunum við Hellu. Þú getur séð staðsetninguna á kortinu hér fyrir neðan. A Unique Venue for Special Occasions A Unique Venue for Special Occasions The Caves of Hella offer an unforgettable backdrop for life’s most memorable moments. Whether you're planning a wedding , a surprise getaway, a Christmas celebration for your collegues, or even a concert, this remarkable setting will make your event truly one of a kind. Surrounded by ancient walls and the echoes of history, your celebration will be nothing short of magical. ​ Book your private tour, luxury tour or special event by sending us a message at info@cavesofhella.is and make unforgettable memories at the Caves of Hella!

  • Lúxusferð | Caves of Hella

    NJÓTTU HELLANNA VIÐ HELLU Í LÚXUSFERÐ Í persónulegri hellaferð er boðið upp á frábæra leið til að skoða leyndardómsfullu Hellana við Hellu. Innifalið í lúxusferðinni er einkaleiðsögn, viskísmökkun, bjórsmökkun og ljúffengar kræsingar úr héraði. Lúxusferð í Hellana við Hellu er t.d. tilvalin fyrir starfsmanna- og vinahópa. Í ferðinni færðu einkaleiðsögn um þrjá dularfu lla og sögulega hella og skyggnst er inn í tvo. Talið er að hellarnir séu elstu fornleifar á Íslandi sem enn standa. Hellarnir eru manngerðir og má líklega rekja uppruna þeirra eins langt aftur og fyrir landnám víkinga á Íslandi. Þú munt upplifa þau mörgu undur sem hellarnir búa yfir og fræðast um sögu þeirra. ​ Í hellunum færðu tækifæri til að smakka íslenskt viskí frá Flóka en byggið sem notað er í viskíið er ræktað í nágrenni hellanna. Flóka viskí er fyrsta og eina viskíið sem framleitt er að öllu leyti á Íslandi. Einnig er boðið upp á bjórsmakk frá brugghúsinu Álfi í Þykkvabæ sem nýtir kartöfluhýði ti l bjórgerðarinnar á sjálfbæran hátt. Að auki er boðið upp á góðgæti úr héraði. Grænkerakostir eru í boði sé þeirra óskað. ​ Panta lúxusferð ​ Við hjá Hellunum við Hellu bjóðum litla og stóra hópa velkomna. Athugið að panta þarf lúxusferðir fyrirfram. ​ Þú getur pantað þína lúxusferð hér á síðunni eða haft samband við okkur með tölvupósti info@cavesofhella.is eða í síma 620 6100. ​ Við hlökkum til að sýna þér og fræða þig um undirheima Suðurlands. ​ Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í einni af reglubundnu ferðunum okkar með leiðsögn skaltu fara á síðuna bóka ferð . Við bjóðum auk þess upp á sérferðir fyrir sérstök tækifæri og hópferðir. ​

  • Special Tours | Caves of Hella

    HÓPAR OG SÉRSTÖK TILEFNI Sérstök tilefni ​ Hellarnir við Hellu bjóða upp á frábæran vettvang fyrir sérstök tilefni inni í dularfullum og sögulegum hellum. ​ ​ Hellarnir er einnig tilvalinn vettvangur fyrir ýmsa viðburði: ​ ​​​​ Brúðkaup Árshátíðarferðir Óvissuferðir Ættarmót Tónleikar Skáldakvöld Draugasögukvöld Jónsmessuhátíð Rannsóknaleiðangur barna Jólaævintýri ​ ​ Hægt að aðlaga lengd leiðsagnar að hverjum og einum hóp. ​ Hópferðir ​ Hægt er að bóka hefðbundna leiðsögn fyrir fjölmenna hópa. Verð fyrir hópferðir er breytilegt og fer eftir aðstæðum eins og fjölda þátttakenda, tíma, o.s.frv. ​ ​ Ef þið hafið áhuga á sérferðum eða hópferðum með okkur, endilega hafið samband á info@cavesofhella.is eða í síma 620 6100 ​ Hægt er að bóka miða í reglubundna ferð með leiðsögn á bóka ferð .

  • Gallery | Caves of Hella

    VÍKINGAVEISLA Víkingaveisla að hætti landnámsmanna – fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað virkilega einstakt. Þriggja rétta máltíð að hætti færustu kokka Hótel Rangár, sem snædd er undir ljúfum tónum við kertaljós. ​ Til þess að bóka þessa einstöku víkingaveislu þarf að hafa samband við Hótel Rangá með að minnsta kosti viku fyrirvara. Aðeins í boði sem einkaviðburður. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hótel Rangá. Hótel Rangá Photos on this site were captured by the talented Ingibjörg Friðriksdóttir @inki.music

  • Reviews | Caves of Hella

    Góðgæti úr héraði

  • Mathellir | Caves of Hella

    Góðgæti úr héraði - Opnum aftur í vor - Fáðu þér dýrindis bita í nýja matarvagninum okkar.​ Við bjóðum upp á ýmsar kræsingar, einstaka kartöflusúpu úr Þykkvabænum og sunnlenskar pylsur. Út í kartöflusúpuna er einstaklega gott að bæta við beikoni og sýrðum rjóma með graslauk. Þú getur notið veitinganna í móttökunni okkar og auk þess fengið þér heitan kaffibolla og sætan mola. Verið velkomin í Mathelli!

bottom of page