top of page
Writer's pictureCaves of Hella

Selja ráðgátuna að baki hellunum

Updated: Nov 30

Hug­mynd­ir eru um að kort­leggja bet­ur mann­gerða hella við Hellu og nota upp­lýs­ing­arn­ar til að styrkja þá í sessi sem ferðamannastað. Kenn­ing­ar eru um að þar hafi verið þétt­býlt til forna, jafn­vel fyr­ir ætlað land­nám nor­rænna manna.

Árni Freyr Magnús­son, einn af for­svars­mönn­um Hell­anna við Hellu, seg­ir fyr­ir­spurn­um hafa fjölgað er­lend­is frá eft­ir að ferðamönn­um tók að fjölga á ný. „Við höf­um verið að fá meira af fyr­ir­spurn­um bæði er­lend­is frá og frá Íslend­ing­um. Við byrjuðum að bjóða upp á ferðir í janú­ar 2020, rétt fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, og því var lítið um er­lenda ferðamenn í fyrra en flest­ir gest­ir okk­ar hafa verið Íslend­ing­ar og við höfðum vart und­an að taka á móti þeim í fyrra­sum­ar,“ seg­ir Árni Freyr.


Við bæj­ar­dyrn­ar á Hellu

Hell­arn­ir við Hellu eru mann­gerðir hell­ar við bæ­inn Ægissíðu, steinsnar frá brúnni yfir Ytri-Rangá við Hellu. Fyr­ir­tækið er merkt með ensku nafni sínu, Ca­ves of Hella, og er með mót­töku við þjóðveg­inn. Fjór­ir hell­ar eru nú til sýn­is. Tveir þeirra eru sam­tengd­ir með göng­um. Þriðji hell­ir­inn er mun minni og er enn notaður sem geymsla. Fjórði hell­ir­inn er við gamla bæj­ar­stæðið á Ægissíðu 1 og í hon­um er að finna stór­merk­an kross, að sögn Árna Freys, og veggj­arist­ur.



Hell­arn­ir séu fyrst og fremst markaðssett­ir á fé­lags­miðlum.


„Við eig­um líka í góðu sam­starfi við hót­el­in í nærsam­fé­lag­inu á Hellu og það hjálp­ar mikið að fá gesti í gegn­um þau. Við finn­um fyr­ir fjölg­un er­lendra ferðamanna á hót­el­un­um. Marg­ir hafa sagt okk­ur að for­leik­ur­inn sé að láta það spyrj­ast út meðal er­lendra ferðamanna að staður­inn sé vin­sæll meðal heima­manna. Þannig að við von­um það besta,“ seg­ir Árni Freyr.

Hann seg­ir gest­ina skipt­ast í tvo hópa. „Ann­ars veg­ar kem­ur til okk­ar fólk sem ætl­ar sér að koma og veit af okk­ur og lang­ar til að kynn­ast þess­ari sögu. Svo er það fólkið sem er að gista á Hellu og átt­ar sig á að þarna sé afþrey­ing og lang­ar að koma. Þess­ir gest­ir eru í upp­á­haldi hjá mér því hell­arn­ir koma þeim oft svo skemmti­lega á óvart. Eða eins og einn ferðamaður­inn orðaði það: „Við viss­um að við vær­um að fara að skoða eitt­hvað neðanj­arðar en ekki að það væri svona áhuga­verð saga þar að baki.“


Fréttin birtist 26/5 2021 í viðskiptablaði Morgunblaðsins

Komentarai


Komentavimas išjungtas.
bottom of page